16 ágúst 2008

Umhverfisáróður

Ég hef aldrei verið nokkurn skapaðan hlut á móti virkjun Kárahnjúka eða álveri á Reyðarfirði. Reyndar er ég alfarið á móti virkjun Hellisheiðar og finnst nóg komið af álverum og er hrædd um að ég fari að mótmæla ef hingað á að koma einhver viðbjóðsleg olíuhreinsunarstöð, en ég er nokk viss um að seint verði ég kölluð umhverfisverndarsinni. Þetta vídeó snart samt einhvern streng í mér og ég ákvað að deila þessu með ykkur.

1 ummæli:

Alla sagði...

Aldeilis að þú horfir á uppbyggjandi og hressandi myndbönd, svona í því sem þú siglir inn í brúðkaupsdaginn sæta mín.
Ég hef ekki myndað mér mikla skoðun á þessum virkjunarmálum en ég reyni nú að flokka rusl og láta vatnið ekki renna mikið að ástæðulausu.
Gleðilegan brúðkaupsdag essgan.