05 ágúst 2008

Blogg um einelti

Hæ hæ!
 
Ég mátti til með að deila með ykkur þessu bloggi. Það er alveg frábært hjá honum og mér finnst að skilaboðin hans meigi dreifast sem víðast. Ég vona að þetta virki allt saman hjá mér :-s
 
http://robertb.blog.is/blog/robertb/entry/599802/
 
Bríet. 


Connect to the next generation of MSN Messenger  Get it now!

4 ummæli:

Alla sagði...

Takk fyrir ábendinguna Bríet. Ég ætla að senda krækjuna í skólann minn og láta orðið berast sem víðast.

Nafnlaus sagði...

Gott framtak hjá ykkur stelpur mínar
Kveðja Sara

Nafnlaus sagði...

Ég hlustaði á Róbert og las athugasemdirnar. Mér finnst svo erfitt að hugsa til baka og vita að maður gerði ekkert. Maður var svo upptekin af sjálfum sér að maður áttaði sig ekki á því sem í gangi var og gerði ekkert. Auðvitað vissi maður að sumir krakkar voru lagðir í einelti en það skipti mann engu máli svo lengi sem það var einhver annar. Man vel eftir feluleiknum hjá mér þegar ég var 11 ára og gekk til skólasálfræðingsins, það mátti sko enginn vita til að mér yrði ekki strítt. Það er í fyrsta skipti sem ég man eftir því að ég laug blákalt að Auði vinkonu. Hversvegna eru alltaf einhverjir sem þurfa leggja í einelti og aðrir sem þjást vegna þess?

Nafnlaus sagði...

Já þetta er mjög sorglegt. Hvers vegna einelti þarf að vera til staðar er erfitt að skilja. Kannski eiga þeir sem leggja í einelti oft við vandamál að stríða sjálfir sem þeir hylma yfir á þennan hátt svo að athyglin beinist síður að þeim. Svo eru alltaf hinir sem bara fylgja með jafnvel til að lenda ekki sjálfir í þessu.
kv Sara