21 maí 2008

Eurovision...taka tvö

Sælar Sínur!
Ég veit að þetta er gert á síðustu stundu en mér datt í hug hvort við ættum ekki að hittast á morgun og horfa saman á júróvisíon þ.e. ef þið hafið ekki gert nein önnur plön.

Staður 1: Í Bólstaðarhlíðinni hjá Ingveldi og litla karl. Þetta er þó gert með þeim fyrirvara að þeim mæðginum líði betur þegar líður á morgundaginn.....

Annars verður staður 2 fyrir valinu: Þá hittumst við í Hverafoldinni hjá mér.

Sama hvor staðsetningin verður fyrir valinu þá er ég búin að kaupa veitingar :) Eruð þið ekki ofurspenntar?

Ég mun senda ykkur sms um hádegið þegar það verður komið í ljós á hvorum staðnum við verðum. Gott væri samt að þið mynduð kommenta hér ef þið hafið hugsað ykkur að koma :)

kv. Jana

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

tek það fram að hann er mjög hress, það er bara ég sem er með mjög skæða brjóstabólgu.

Nafnlaus sagði...

hæ, hæ, ég vil endilega fá SMS á morgun um staðsetningu. Getur vel verið að ég bruni, ákveð það á morgun. Fer eftir stuðinu á mér. Er einhver á Selfossi á leiðinni?? Ég væri til í samflot og ég get verið á bíl, langt síðan ég keyrði:)
Heyrumst........

Nafnlaus sagði...

hæ hæ, ég kemst því miður ekki, verð í eurovision-partýi með Dallas -vinahópnum hans Dags. Góða skemmtun!
Kv. Linda