29 apríl 2008

xxxxxxxxxxxxxxxx

Ég set inn þessa færslu með von um að þessi mynd af mér færist neðar á síðuna, þoli ekki að sjá hana koma upp í hvert skipti sem ég kíki á Sveinsínu. Hvernig er það... þið þarna...afhverju er ekkert að gerast hér??? Ég er illa haldin af brjóstaþoku svo ekki get ég sett inn neitt af viti, fylgist varla með fréttum lengur.

Annars er það af okkur að frétta að stubbur var að koma úr 6 vikna skoðun og er orðinn 5 kíló og 350 gr sem er mjög gott og rúmir 58 cm. Hann er vel yfir öllu meðaltali, ekki við öðru að búast enda kominn af stóru fólki (í móðurlegg) og mathákum miklum. Hann er ekki enn orðinn rauðhærður en verður samt líklega skapstór þrátt fyrir það.
Við ætlum í sveitina um komandi helgi svo ef þið eruð á ferðinni í Flóanum þá endilega kíkið á fallegasta barn í heimi. Og nei við erum ekki komin með barnalandssíðu eða annað álíka.

Kveðja úr Hlíðunum

2 ummæli:

Gugga sagði...

Ég var einmitt ad vonaat eftir mynd af mér inn á Sveinsínuna ;)
Gott ad tad er allt gott ad frétta. Verd einmitt fyrir austan meira og minna tad sem eftir er svo ég er til í hvad sem er.

Tilvera okkar.... sagði...

Hvað meinar þú, mér finnst þetta svo æðisleg mynd :) Ég verð eitthvað fyrir austan um helgina, ætla að klifra á einhvern jökul :) Verð í bandi.
kv. Jana