23 mars 2008

Gleðilega páska!

Eftir að hafa ofgert mér í vinnunni á þriðjudag og miðvikudag hef ég verið heima að hvíla mig síðustu daga. Það er ólíkt skemmtilegra að vera heima þegar maður er ekki einn. Kisa litla er komin til mín og hún er voða fín og góð.

Ég sótti hana á miðvikudag og fór strax með hana í klippingu. Hún er mjög feldmikil og svo virðist sem fyrri eigandi hafi ekki ráðið við að hugsa um hana almennilega svo feldurinn var allur í flókum og hnútum. Þess vegna var fyrsta stopp hjá Angelu kattasnyrti þar sem Flora var snoðklippt, eyrun þrifin og klærnar snyrtar. Nú er Flora litla stutthærð og hamingjusöm, laus við alla flókana.

Ég fór í Ikea í gær og keypti mér nýtt sófaborð, loksins. Nú held ég að húsgagnakaupum mínum sé lokið í bili og ég þarf að fara að bjóða ykkur í kaffi svo þið getið tekið slotið út. Mamma og Ágústa ákváðu að hafa brunch á annan dag páska heima hjá mér og ég er svo spennt að fá að dekka upp borðstofuborðið mitt að ég gerði það í gærkvöldi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilega páska stelpur. Til hamingju með kisuna þína og flott borðið þitt. Gott að vita að fleiri áttu slæma síðustu viku heldur en bara ég :(
Gurrý