29 mars 2008

Ekki nema von að við finnum ekki réttu mennina!!!

Um daginn var ég á rölti um fjöruna við Garðskagavita og fann
Allandínlampa liggjandi í fjörunni. Ég tók hann upp, pússaði hann og hvað
haldið þið? Út úr lampanum steig andi. Furðu lostin spurði ég hvort ég
fengi þrjár óskir uppfylltar.Andinn svaraði: Neeei... vegna verðbólgu,
stöðugs samdráttar, lágra launa og heiftarlegrar samkeppni um allan heim,
get ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú?Án þess að hika
sagði ég : Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu þetta kort ? Ég vil að
þessi lönd hætti að berjast hvert við annað.Andinn leit á kortið og
hrópaði : VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig manneskja! Þessi lönd hafa
átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti, en svona rosalega
máttugur er ég ekki! Ég held að þetta sé ekki framkvæmanlegt, þú verður að
óska þér einhvers annars.Ég hugsaði mig um augnablik og sagði svo: Okey,
ég hef aldrei getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er tillitsamur,
skemmtilegur, finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er
góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á
íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér er : Góður maður
!Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : Láttu mig sjá þetta fjandans
kort!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

góður..........