Jæja þá er best að reyna að standa undir nafni og líka til að ýta þessari fitubollumynd af sjálfri mér neðar.
1. Rauðvín eða hvítvín? Ég er alveg búin að sætta mig við það að þykja rauðvín bara ekki gott, verð alltaf eitthvað svo bleik og sveitt þegar ég drekk rauðvín svo ég segi hiklaust hvítvín.
2. Hvað ertu margra daga gömul? Sko 365 dagar sinnum 31 ár eru 11.315 dagar, hlaupársdagur fjórða hvert ár sem gerir 6 daga á þessum 31 ári og svo dagurinn í dag því ég átti afmæli í gær sem sagt sjö dagar sem gera þetta um það bil nákvæmlega 11.322 daga, hahaha ég veit ég er nörd.
3. Hvað hefurðu átt marga kærasta? Ég skal viðurkenna að nokkrum sinnum hefur karlkyns vera blundað í mínu bóli en oftar en ekki er það ekki efniviður í kærasta. Ég myndi segja að ég hafi átt þrjá kærasta og höfðu þeir það fram yfir hina að hafa gist oftar en tíu sinnum og leikið sér pínulítið í hjartanu mínu.
4. Er grænn uppáhalds liturinn þinn? Nei, auðvitað ekki. Blue, blue my world is blue!
5. Hvaða nammi borðarðu í bíó? Mið popp og stóra kók, nýt ekki myndarinnar ef ég fæ það ekki.
6. Hvert er uppáhalds húsdýrið þitt? Mér þykir alveg afskaplega vænt um köttinn minn og segi því köttur, en mér finnst hestur bestur á bragðið, telst það með?
7. Færðu frunsur? Já það er víst, svona einu sinni til tvisvar á ári og þá alltaf í nösina. Bara ófrítt.
8. Hversu mörg barnabörn muntu eignast? Ég held að báðir tvíburnarnir mínir munu eignast að minnsta kosti tvö börn svo ég segi átta stykki.
9. Hvað borðarðu í morgunmat? Í morgun borðaði ég banana, venjulega borða ég gulrótarsafa.
10. Ef þú mættir bara velja annað - enda hungursneið eða koma á heimsfriði? Af hverju? Ég held að leiðin sé sú að koma fyrst á friði sem leiðir að því að peningarnir eru notaðir í einhver stríð sem fáir skilja upp né niður í heldur í að byggja upp og aðstoða þjóðir sem drottin leikur illa.
11. Hvaða tíma sólarhringsins heldurðu mest uppá? Hmmm ég held að það séu kvöldin og þessi yndislegi tími frá seinnipart föstudags til seinniparts sunnudags.
12. Í hvaða stellingu sofnarðu? Ég sef alltaf á maganum, svo erfitt að sofa á bakinu út af vængjunum.
13. Hvert er sviðsnafnið þitt á Goldfinger? Ég myndi vilja hafa það DURACELL, dugar lengur en aðrar sambærilegar tegundir.
14. Hvað er heitt heima hjá þér? Það er undir teppi kuldi, vil hafa svona frekar kalt.
15. Ferðu í ljósalampa? Nei, ég er Íslendingur sem ætlað er að vera að bleikur.
16. Hvernig myndir velurðu á vídeóleigunni? Einhverjar svona heilalausar amerískar unglingarmyndir um ljótar stelpur sem breytt er í prinsessur og froska sem breytt er í prinsa. Hef ömurlegan bíómyndasmekk og fer mjög sjaldan á vídeoleigu.
17. Hvað fékkstu mörg stig á persónuleikaprófi Dr.Phils? ég tók þetta próf og mig minnir að ég hafi fengið fjörtíu og eitthvað, getur það passað?
18. Hvort er meira turnoff - loðið bak eða síður pungur? Mér finnst bara bæði vont, en ég held að af tvennu illu myndi ég frekar segja síður pungur, hitt er hægt að vaxa burt.
19. Er eitthvað sem þér hefur láðst að deila með okkur hinum? Nei ég held að ég sé búin að vera of hreinskilin og það sé mjög fátt sem þið vitið ekki um mig.
20. Hvaða blóm þykja þér fallegust? Af hverju? Mér finnst blóm sem berst fyrir lífi sínu á fjallstoppi og blómstar jafnvel á milli sandsins alveg hrikalega falleg, eitthvað við lífsviljan. Afskorin blóm hafa aldrei heillað mig :)
21. Hvort er glasið hálf fullt eða hálf tómt? Glasið mitt er alltaf hálffullt, nema þegar það er í kók í því, þá eru miklar líkur á að það sé galtómt.
22. Hver verður næst? Ég veit ekki, kannski bara Gugga!
1 ummæli:
Já, soldið að þvælast fyrir stundum þessir vængir. Mínir eru svo lengi að þorna eftir bað - hvað gerir þú í því? Áttu hitablásara?
Skrifa ummæli