Það er svo gaman að vera til þegar það er nóg að gera í vinnunni. Alveg jafn gaman og það er leiðinlegt þegar það er lítið að gera í vinnunni. Slóvakarnir komu í dag. Ég var náttlega í móttökunefndinni ásamt sjálfri mér og mér sjálfri. Ég veit fátt meira gefandi vinnulega en þetta - að taka á móti hópi af fólki og láta því líða vel og finnast það velkomið, svara spurningum þess og leysa úr vandamálum sem upp koma. Mér finnst þetta æði. Skemmtilegra og mikið meira gefandi en að bulla í moldvörpunum, þó svo það sé ofsalega gaman að bulla í moldvörpunum.~~~
Ósk er rosalega góð í reikningi. Hún er útsjónasöm og sniðug.
3 ummæli:
Takk elskan:)
Það er verst hvað moldvörpurnar sjá illa.
Segðu!!!
Skrifa ummæli