15 október 2007

Þá er komið að bústaðnum!!

Jæja mínar kæru Sveinsínur!
Er ekki rétti tíminn núna til að panta bústað. Ég var að skoða orlofsvefinn og sé að ég get pantað bústað fram í fyrstu helgi í febrúar. Það er nýbúið að taka í notkun tvo nýja bústaði í Ásabyggð, við vorum í Ásabyggð í fyrra. Þetta eru víst voða fínir bústaðir með stórum pöllum í kring. Í einum bústað er svefnpláss fyrir sjö, þ.e. það eru rúm fyrir sjö, svo er náttúrulgea lengi hægt að troða.

Við höfum venjulega farið í lok janúar og þar eru tvær helgar sem koma til greina.

Annars vegar er það 19.-20. janúar 2008
Hins vegar er það 26.-27. janúar 2008

Bústaðurinn kostar 11.600 krónur, sama verð og í fyrra :)

Jæja dömur....kommenta!
Viljið þið bústað?
Viljið þið fara í Heiðarbyggð (fyrir tveimur árum) eða Ásabyggð (í fyrra)?
Hvora helgina viljið þið?

Kv. Janus

9 ummæli:

Jökulnornin sagði...

Ég vil bara fara, mér er sama hvar og hvenær, bara fara!

Nafnlaus sagði...

Ég segi 19-20 janúar, lýst vel á hvorn staðinn sem er, báðir voru voða næs.
Hlakka til,
kveðja, Ósk

Nafnlaus sagði...

Mér er sama hvor helgin verður fyrir valinu. Ég er ábyggilega í skólanum hvort eð er. En ég mun samt finna tíma til að hitta ykkur.

Nafnlaus sagði...

Hæ, ég kem með í bústað. Mér fannst bústaðurinn í Heiðarbyggð betri en báðir voru góðir :) Hentar betur fyrri helgina en skiptir ekki svo miklu máli. kveðja,
Kristín Birna

Nafnlaus sagði...

Alveg sama hvor bústaðurinn verður fyrir valinu og líka alveg sama hvaða helgi. Bústaðurinn í Heiðarbyggð var þó alveg kjörinn fyrir hjólastólafólk ;o) Hahaha... Alla vegana líst mér rosa vel á að fara í bústað. Kveðja, Margrét Harpa

Alla sagði...

Í framhaldi af umræðu um færð líst mér betur á Ásabyggðina. Getum við fengið nýjan bústað í Ásabyggð fyrri helgina, 19.-20.jan? Mér sýnist sú helgi koma betur út fyrir mig.

Nafnlaus sagði...

mér er sama hvaða helgi og hvaða bústaður.

Gugga sagði...

Mér er sama hvaða helgi og hvaða bústaður. Það eina sem ég vil er dáldið meira fjör en síðast :)

Nafnlaus sagði...

Seinni helgin hentar mér betur og báðir bústaðirnir henta mér líka betur:)
Kv. Bríet.