19 október 2007

Bara búin að negla þetta niður

Eftir smá vangaveltur ákváðum ég og Alla bara að drífa í þessu. Við sem sagt bókuðum bústað. Þar sem við verðum svona margar (ótrúlega skemmtilegt) þá ákváðum við að panta bústað í Heiðarbyggð því þar er svefnpláss fyrir átta og tvö hjónarúm sem gætu alveg rúmað þrjá í stað tveggja.

Svo niðurstaðan er þessi:
Staður: Heiðarbyggð, Hámói 1. (sama hús og fyrir tveimur árum).
Tími: Helgin 18.-20.janúar 2008 (ég gat bara ekki gert öllum til hæfis og úllaði bara, ég vona að allir geti reddað sér)
Mæting: Jana, Alla, Gugga, Inga, Halla, Kristín, Ósk, Bríet, Edda og Margrét.
Aðstaða: Gott aðgengi fyrir hjólastóla.
Kostnaður: 14.800 þessi bústaðir eru dýrari en í Ásabyggð.
Þema: í vinnslu.
Áfengi: .....DETTUM Í ÞAÐ......

....og svo verð ég að biðja ykkur bónar. Ég er nefnilega að fara til Ameríku og finn því duglega fyrir þessari upphæð á kortinu mínu. Það væri því gott að þeir sem eru pottþéttir á að koma myndu kannski læða ca. 1480 krónum (leyfilegt að námunda) inn á reikninginn minn, en það er miðað við tíu Sveinsínur. Þetta er nú ekki stór upphæð þegar henni er skipt svona :)

Takk svo mikið.
Janus bústaðarskipuleggjari með hálfu.

Hér eru svo smá upplýsingar:
Húsið er 87 m² með þrjú svefnherbergi, tvö með hjónarúmi auk barnarúms og eitt herbergi er með tveimur kojum. Stofa er vel búin húsmunum með útvarpi/geislaspilara og sjónvarpi.Þráðlaust net. Sængur, koddar og teppi eru fyrir átta. Ekki er séð fyrir sængurverum, lökum, diskaþurrkum og borðtuskum. Í eldhúsi eru öll algeng eldhúsáhöld og rafmagnstæki s.s. uppþvottavél, eldavél, ofn, örbylgjuofn, ísskápur, kaffivél, samlokugrill, blandari, vöfflujárn, þeytari og brauðrist. Barnarúm og barnastóll er í húsinu. Kolagrill og gasgrill fylgja húsinu. Stór 40m² verönd og heitur pottur er fyrir utan húsið. Í húsinu eru allar helstu hreinlætisvörur .s.s handsápa, uppþvottalögur, ræstiefni og salernispappír. ATH. Gæludýr stranglega bönnuð.

6 ummæli:

Alla sagði...

Úff hvað ég hlakka til, er strax búin að setja kampavínið á ís!

Gugga sagði...

Hlakka alveg svakalega mikið til. Legg inn á þig þegar tölvan og auðkennislykillinn eru á sömu hæð í húsinu.

Nafnlaus sagði...

hlakka rosalega til, er búin að tilkynna Ingvari að þessa helgi fari ég í mæðraorlof. Ohhh, þetta verður bara skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

Frábært hjá þér Kristjana. Ég hlakka til. Geri ráð fyrir að vera alla helgina. Kveðja, Kristín Birna

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ, var bara að sjá þetta með bústaðinn núna - þessi tími er víst alveg ómögulegur fyrir mig þar sem áætlað er að ég muni fæða barn þessa sömu helgi :) Verð bara að koma með næst....
Bestu kveðjur
Linda

Nafnlaus sagði...

Hef aðeins verið að spá í hversu víð skilgreiningin á "gæludýr" er?? hmmmmmm.......