Sáuð þið þessa frétt á mbl.is?
Konur veðja síður á karla með hefðbundin karlmannleg útlitseinkenni er þær velja sér maka, og vilja heldur menn sem hafa kvenlegri einkenni, samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð hefur verið í Bretlandi. Sálfræðingar telja að með þessu kunni konurnar að vera að forðast hættuna á að þær eða börnin sæti ofbeldi.
Frá þessu greinir fréttavefur BBC.
Um 400 konur og karlar í Bretlandi tóku þátt í rannsókninni með því að meta andlitsmyndir af körlum þar sem tilteknir drættir höfðu verið ýktir lítillega. Menn með karlmannlega drætti á borð við stórt nef og lítil augu voru taldir kuldalegri, líklegri til framhjáhalds og verri foreldri en þeir sem höfðu kvenlegri einkenni.
Aðalhöfundur rannsóknarinnar segir að bæði konur og karlar sem þátt tóku í rannsókninni hafi verið þessarar skoðunar.
Annar sálfræðingur segir, að niðurstöðurnar séu að mörgu leyti skiljanlegar. Í nútímasamfélagi sé líkamlegur styrkur ekki nauðsynlegur, heldur stafi hugsanlega af honum ógn. Konur kunni að velja menn með kvenleg útlitseinkenni vegna þess að þannig geti þær dregið úr hættunni á að þær sjálfar eða börn þeirra sæti ofbeldi af hálfu mannsins.
Ég vil nú hafa karlmennina karlmannlega veit ekki alveg hvort það er vera með stórt nef og lítil augu sé samt það sem mér finnst vera karlmannlegt?
1 ummæli:
Allar kellingarnar sem tóku þátt í þessari rannsókn hafa verði á blæðingum. Það hefur nefnilega verið sýnt fram á það í öðrum rannsóknum að konur hrífast frekar að og sækja meira í karlmannlega karla þegar þær hafa egglos.
Skrifa ummæli