14 ágúst 2007

Þakkir


Jæja skvísurnar mínar, mig langar til að þakka ykkur fyrir afmælisgjafirnar fínu og komuna í afmælisbjóðið mitt.
Þetta var nú aldeilis notaleg kvöldstund. Ég vona bara að engar fleiri en Jana hafi fengið mígrenikast af bollunni.
Ég vaknaði allavega eldspræk á laugardagsmorgninum og tók uppvaskið á mettíma.

Hvernig eru þið svo stemmdar fyrir Menningarnótt?

kv. Halla

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis fyrir mig, ég vaknaði "eiturhress" kl. 6:40 á laugardagsmorguninn.

Er komið að menningarnótt? vá hvað tíminn líður....

Tilvera okkar.... sagði...

Sæl mín kæra og takk fyrir frábæra veislu :) Ekki veit ég hvernig þér datt í hug að bollan hefði stuðlað að hausverknum mínum, nema ef hefði þá verið fyrir ofneyslu á henni....ehehehehe!!! En við segjum það nú ekki upphátt. Þetta var besta bolla sem ég hef smakkað :)

Mig langar á menningarnótt og líka á tónleikana á föstudagskvöldið, við verðum að plana það.

Alla sagði...

Takk fyrir samveruna kæra vinkona!
Ég sá þig einmitt á fartinni með vasadiskóið uppúr hádeginu þegar ég var að fara að sækja bílinn.

Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis fyrir samveruna Halla mín. Við skötuhjúin vöknuðum hress að vanda og brugðum undir okkur betri fætinum og fórum austur í sveit.

Er að fara til Eyja um helgina þannig að menniningarnótt er út hjá mér.