27 júlí 2007

Verslunmannarhelgar útilegan

Sælar dömur!
Það líður að verslunarmannahelgi. Eigum við ekki að fara eitthvað saman? Ég var búin að ræða upphátt við einhverja okkar um þetta, algjörlega án þess þó að ákveða nokkurn skapaðan hlut, þó finnst mér alveg vera komin tími til að fara eitthvað annað en á Flúðir þetta árið t.d. er mjög fallegt tjaldsvæði á Hellishólum í Fljótshlíðinni. Þar væri hægt að tjalda svolítið út af fyrir sig og þeir sem eiga börn gætu auðveldlega komið og verið memm.....!

Ég var að hugsa um að hafa svona skipulags-kvöldstund í næstu viku. Kannski bara á mánudaginn eða þriðjudaginn þar sem áhugasamir geta komið og skipulagt. You like? Hver myndi koma? Á hvaða degi?

kv. Janus

4 ummæli:

Jökulnornin sagði...

Ég legg hér inn formlega pöntun á gistiplássi í felli- eða hjólhýsi.
Ég get og skal koma til þín á þriðjudagskvöldið og ræða málin.

Tilvera okkar.... sagði...

Jamm ég veit ekki hvort ég get útvegað slíkt, það verður að koma í ljós. En þriðjudagurinn hljómar vel.

Nafnlaus sagði...

Já, er alveg til í að koma í hitting til að hitta ykkur, orðið allt of langt síðan!!
Skiptir ekki máli hvaða kvöld í næstu viku mín vegna, redda bara pössun!
Kveðja, Ósk

Nafnlaus sagði...

Sælar,
Ég verð því miður ekki á suðurlandinu þessa helgi. Þótt ótrúlegt sé ætlum við Unnþór með fjölskyldunni hans til Neskaupsstaðar og heimsækja systur hans. Mér er sagt að það sé stuð á Neistaflugi en á bágt með að trúa því....
kveðja Kristín Birna