15 júlí 2007

Sveinsína má ekki sofna annar hluti.

Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu lítil umferð var orðin um þessa síðu okkar sem við stofnunum í sameiningu. Mér finnst að á næsta fundi okkar ættum við að sammælast um að halda henni lifandi og taka að okkur að setja pistla hér út á með vissu millibili. Ég þekki ykkur það nú vel að ég veit að þið hafið alveg frá nógu að segja, það er bara að gera :)

Ég skal byrja og svo tekur næsta við.

Ég fann svona klukkblogg á netinu, finnst þetta svona fremur hallærislegt alla jafna en þetta er aðeins öðruvísi en þau skilyrtu klukk blogg sem áður hafa verið á ferðinni. Svona hljómar þetta. Gerðu átta játningar á fortíðardraugum sem þú vildir heldur halda fyrir þig. Ég veit ekki hvort ég næ upp í átta, sjáum til.

1. Ég og ein önnur plötuðum Dadda í Daddabúð oft í herbergið á bakvið, önnur okkar fór með Dadda og hin stal á meðan einhverju nammi úr búðinni. Skammast mín endalaust fyrir þetta.

2. Einu sinni þegar ég og Gugga nenntum ekki að fá Guggu K í heimsókn til að horfa á Santa Barbara földum við hjólin okkar lengst inn í skúr og földum okkur svo á litla klósettinu svo Gugga myndi ekki finna okkur og misstum svo auðvitað sjálfar af Santa Barbara. Gugga K var ekki bara ekki skemmtileg á sínum yngri árum.

3. Einu sinni skrifaði ég ástarbréf til Guggu og þóttist vera strákur sem var hrikalega skotin í henni. Ég gleymi aldrei svipnum á Guggu þegar hún fann ástarbréfið í vasanum og svo auðvitað hvernig hún hefndi sín ;)

4. Á mínum yngri árum hræddist ég það að eiga ekki vini og gerði að mér fannst mörg mistök til að þóknast vinum mínum. Kannski hræðist ég það enn að vera vinalaus en ég veit nú að það mun ekki gerast.

5. Einu sinni þegar ég var að keppa í 800 m á einhverju Íslandsmótinu og var alveg viss um að ég myndi lenda mjög aftarlega, sem hefði verið skelfilegt, þá fann ég til mikils léttis þegar ég steig á eitthvað spýtudrasl við brautina og missteig mig í miðju hlaupi. Það var eins og bænum mínum hefði verið svarað.

6. Og svo eitt sem engin veit, ef ég hefði ekki farið í Kennó, hefði ég mjög líklega farið í guðfræði og myndi starfa sem prestur í dag. Trúin hefur alltaf og mun alltaf styrkja mig í mínu daglega lífi og skiptir mig meira máli en aðrir gera sér grein fyrir.

7. Fyrsti strákurinn sem ég kyssti heitir Gunnar, æskuástin mín sem ég fæ ennþá í hnén þegar ég sé.....ohhh ég vildi að hann væri ekki gay!

8. Ég varð aldrei söm eftir að hafa dvalið fjarri fjölskyldu og vinum í árið sem ég fór til Ameríku. Ef ég gæti breytt fortíðinni hefði ég aldrei valið að fara þangað út á sínum tíma.

...og hana nú! þetta tókst. Klukk, klukk hver er næstur?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er allavega búin að lesa og dáist að. Spurning að grafa uppi hvernig ég blogga inn og reyna....verð að hugsa hvort ég nái upp í átta eða kannski frekar velja hvað ég vil setja í þessi átta?? Humm.....

Jökulnornin sagði...

Draugur Öllu nr.1
Einu sinni vorum við þríeykið, Sirra, Svenni og ég, úti í Brúargerð að leika okkur. Það var svo mikil stemming og fjör og við búin að hlaupa okkur bullvot og rennbaut upp eftir öllu. Mér var svo mál að pissa en ég týmdi ekki að fara heim, það var svo mikið fjör ... svo ég lét það bara gossa í buxurnar. Það sást hvort eð er ekki ;o)

Jökulnornin sagði...

Draugur 2.
Stebbi. Ég 11, hann 12. Undir brúnni. Rosa rómantískt ... not!