20 júlí 2007

Sumarið er tíminn...


Betra seint en aldrei að skrifa á þessa blessuðu síðu og þar með reyna að stuðla að því að hún lognist ekki útaf. Það væri svo sannarlega synd.

Loksins, loksins er komið að hinni árlegu "stóru" hestaferð minni. Legg upp í fyrramálið og verð komin til byggða aftur föstudaginn 27. júlí. Í þetta sinn er ferðinni heitið inn í Þórsmörk og svo á að skrölta eitthvað á Fjallabaksleið seinni hluta næstu viku. Vona bara að veðrið verði mér hliðhollt.

En nú er komið að aðalerindi þessa pósts... Ég vil nefnilega biðja ykkur allar Sveinsínur nær og fjær að taka föstudaginn 10. ágúst frá, en þá kemst ég loksins á fertugsaldurinn (óhugnalegt orð) og ætla þ.a.l. að halda smá geim. Útfærsla á því geimi er enn í vinnslu og kemur í ljós síðar.
 
Þangað til næst hafið það gott elsku dúllurnar mínar. Ég er farin á fjöll.

Kveðja
Halla

5 ummæli:

Jökulnornin sagði...

Til hamingju með fyrstu færsluna Halla, megi hún vera sú fyrsta af mörgum!
Mikið hlakka ég til að fara í partý á Selfoss, jeijj!

Nafnlaus sagði...

Tek daginn strax frá!

Nafnlaus sagði...

Takk Halla mín en var fyrir löngu búin að bjóða sjálfri mér í afmæli til þín 10. ágúst með eða án "geims" :) kveðja Kristín

Nafnlaus sagði...

Er fyrir löngu búin að taka þennan dag frá. kv. Ingveldur

Tilvera okkar.... sagði...

Janus kemur eldhress eftir fyrsta vinnudaginn á skólaárinu 2007-2008....buhuhuhuhu!!!!!!!1