29 maí 2007

Ég er ekki löt og ég er ekki í fríi....

...ég bara gleymdi lykilorðinu mínu og komst ekki inn til að blogga en nú er það í lagi.


Hæ! Ég heiti Veldur og vorið er að fara með mig.


Það er sól og graslykt í loftinu og eins og frjókornin springa út er ég líka að springa.....líklega eins og fleiri einhleypar ungar konur á þessum árstíma.

Sit nú á Súfistanum og það má ekki ganga inn karlmaður án þess að ég mæli hann frá toppi til táar með það eitt í huga hvort hann væri nothæfur til að skreppa með inn á salerni í nokkrar mínútur. Nei nú ýki ég, þetta er ekki svo slæmt, færi nú líklega með hann heim. En hér er ekkert að fá frekar en fyrri daginn fyrir utan kannski þjóðverja sem situr fyrir aftan mig, sýndist þegar ég stóð upp að ná í vatn að hann væri ágætur, kann samt ekki við að snúa mér við í sætinu og tékka hann betur út.


Vinnufélagi minn var að koma frá Cannes kvikmyndahátíðinni, þar tók hún viðtöl við ýmsa og komst í tæri við marga fræga og það sem kom henni mikið á óvart í sambandi við útlit stjarnanna var að George Clooney er ENNÞÁ MYNDALEGRI Í RAUNVERULEIKANUM EN Á HVÍTA TJALDINU...........HVERNIG ER ÞAÐ HÆGT??????????????? Verð eiginlega að fá að sjá hann með eigin augum til að trúa þessu, hver kemur með til Hollywood?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alveg til í að skreppa með til Hollywood og líta á svona föngulegan grip - maður má jú ennþá horfa, bara ekki snerta ;o)
Sjáumst í sumarblíðu annað kvöld!

Gugga sagði...

Jidúddamía....maður kiknar bara í hnjáliðunum. Hvenær ferðu svo í sumarfrí?

Nafnlaus sagði...

Oh, hann er guðdómlegur! Þvílík fegurð, þvlík karlhormón!

Ég kem með til Hollywood.
Kv. Bríet.