14 mars 2007

Glasgóur

Eftir vel heppnaðan samráðsfund í gær er eftirfarandi komið á hreint:

  • Kristjana ætlar að vakna klukkan 04:10 og snúsa til 04:15
  • Kristjana ætlar að sækja Kristínu klukkan 04:45
  • Kristjana ætlar að sækja Ingveldi klukkan 05:00
  • Kristjana, Kristín og Ingveldur ætla að vera komnar að innritunarborði klukkan 05:45
  • Margrét ætlar að vakna eldsnemma
  • Margrét ætlar að sækja Höllu upp úr 04:00
  • Margrét og Halla ætla að sækja Guðbjörgu klukkan 05:00
  • Margrét, Halla og Guðbjörg ætla að vera komnar að innritunarborði klukkan 05:45
Eftir það hefst fjörið!!!!!

  • Við ætlum að fara fínt út að borða á laugardagskvöldið og The Corinthian Restaurant & Club varð fyrir valinu. Ofsa flottur staður.
  • Við ætlum að finna elsta pubbinn í Glasgow (hjá einhverjum hestshaus!) og skála þar.
  • Við ætlum að fara í siglingu á ánni og jafnvel í svona útsýnisbússa.
  • Við ætlum að labba um Sauchiehall Street (borið fram Sökkíhol Strít), Buchanan Street og allt þar á milli og kíkja í búðir.
  • Við ætlum að drekka, hlægja, labba, rása, borða, rölta, kjafta og gera allt sem okkur dettur í hug.
  • Við ætlum að gista á þessu hóteli, það heitir City Aparthotel Glasgow og er í vesturbænum, n.t.t. á Elmbank Street eða Álmbakkastræti.
Hér má finna kort af Glasgow. Hótelið er í reit D3, Sökkíhol er fyrir ofan og liggur í áttina að Bjúkannan verslunarmiðstöðinni (sem geymir stóra HM verslun) á reit F3. Alls staðar þar á milli, þ.e. á reit E3 er mikið um pöbba og litlar búðir og göngugötur o.fl.

Sjáumst á morgun :) Stanslaust stuð að eilífu....jeeeee!!!!!!!!!!!!!

Já og smá viðbót

Veðurspáin í Glasgow fyrir næstu daga er á þessa leið:
Fimmtudagur: Rigning, 6-9°c og 6 m/s
Föstudagur: Rigning, 6-8°c og 9 m/s
Laugardagur: Rigning, 4-7°c og 12 m/s
To sum it up -> Meiri rigning, kuldi og rok eftir því sem líður á ferðina.
Lærdómur -> Taka með sér húfu og vettlinga..........eða kaupa það á staðnum :)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jjjjjjjjjeeeeeeeyyyyyyyyyy!!!!!!!!!!!

Jökulnornin sagði...

Kæru vinkonur,
GÓÐA FERÐ og MERGJAÐA SKEMMTUN!!! Ég verð heima að plana afmælisveisluna :o)

eddakamilla sagði...

Góða skemmtun skvísur. Veit að þið verðið okkur öllum til mikilla sóma ;)heeh. Bið að heilsa öllum sætu barþjónunum. Skál fyrir Sveinsínum á erlendri grundu!

Nafnlaus sagði...

Þá er stuðið hafið hjá ykkur, ætla taka skál með ykkur á morgun. Vona að ferðin verði skemmtileg. Hlakka til að heyra ferðasöguna.
kveðja, Ósk