Allir eiga rétt á launaviðtali einu sinni á ári.
Er launaviðtal það sama og starfsmannasamtal? Held ekki, því ég get ekki rætt launin við minn yfirmann. Hvað talar maður þá um í starfsmannasamtalinu?
Það væri óskandi að umrætt starfsmannasamtal væri eins og tími hjá sálfræðingi sem bossin splæsir á mann einu sinni á ári. Þar gæti maður rætt vonbrigði, sigra, gleði, tár. Fengið ráðleggingar um hvernig maður skuli bera sig að í sambandi við ótrúlegustu mál, samskiptum við vini, vinnufélaga, hvernig maður fari að því að sætta sig við karlmannsleysið eða hvað maður skuli gera til að krækja í einhvern álitlegan (kannski ég ætti að ræða það við stangveiðimanninn í vinnufélagahópnum), af hverju maður var ekki vinsælasta stelpan í skólanum þegar maður var bólugrafinn unglingur með risastórt nef og teina.
En nei, ekki fæ ég að sitja hjá Einari Inga sálfræðingu og dæla úr mér vitleysunni. Ég fæ að sitja hjá Guðmundi Inga skólastjóra og segja honum hvað ég er frábær, jákvæð, sveiganleg, umburðalynd, samstarfsgóð, drífandi, stjórnsöm, jafnlynd og hugmyndarík.
Hressandi, já!
1 ummæli:
Í starfsmannasamtali áttu að geta rætt um þá hluti sem tengjast þér og vinnunni og þá t.d. samskipti við vinnufélaga, hvernig þér líður í vinnunni, hvort þig langi til að þroskast í starfi og hvað þú stefnir á í framtíðinni (hvaða markmið þú setur þér í vinnunni). Svona meðal annars, hugmyndin er líka að þinn yfirmaður geti speglað þig í starfi s.s. hvernig sér hann þig í starfi (jákvætt og neikvætt). Starfsmannasamtal á að vera jákvæður hlutur og mikilvægt að undirbúa sig (yfirleitt fær maður spurningar fyrirfram til að skoða!).
Knús, Ósk
Skrifa ummæli