26 janúar 2007

Ég skal ala þér börn Hugh!

Hugh Grant á krossgötum?

Svo bregðast krosstré sem önnur tré! Nú hefur breski erkipiparsveinninn Hugh Grant gefið í skyn að hann sé tilbúinn til að stofna fjölskyldu.

„Ég man eftir því þegar ég las ummæli Warren Beatty um það þegar hann eignaðist loks börn og hvílíkur léttir það hafi verið þegar líf hans hætti að snúast um hann, hann, hann,” segir Grant í viðtali við breska tímaritið Vogue. „Eins annt og mér er um sjálfan mig þá er ég mjög áhugasamur um að eignast einhvern til að elska enn meira,” segir hann.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...ég skal vera hjákonan!!!
kv. Janus

Nafnlaus sagði...

Sorry stelpur en ég fíla ekki Hugh Grant....

Nafnlaus sagði...

Jæja, ég get ekki eða kann ekki að setja inn svona blogg svo hvernig væri að fara starta upphitun fyrir helgina??
Fór í ríkið í dag og eyddi feitt fyrir helgina hahahahaha.....