18 desember 2006

Ingveldarfréttir


  • Jude Law er ekki ófríður maður
  • Í þessari viku mun ég líklega skrifa undir samning sem gerir mig að... háttvirtum íbúðareiganda, öðrum orðum... fullorðna. Íbúðin er í Bólstaðarhlíðinni og fæ ég hana afhenta 1. febrúar. Ég þarf að vera farin út af Eggertsgötunni 3. janúar, í þennan eina mánuð sem líður þarna á milli mun ég búa í Grafarholtinu. Ekki búast við heimboði þangað.
  • Ef þú heyrir um fólk sem er að skipta um ísskáp, þvottavél, sófasett, borðstofuborð, skenk, rúm og annað slíkt sem kemur íbúðareigendum að góðum notum, látið mig þá vita. Hlutirnir þurfa samt að vera sæmilega heilir og nothæfir.
  • Innflutningspartý verður með vorinu.
  • Ég er að pakka niður, þó ég eigi eiginlega ekkert þá á ég fullt af drasli sem tekur marga kassa.
  • Fátt annað er að frétta af mér

8 ummæli:

Tilvera okkar.... sagði...

Til hamingju elsku Inga mín og þér er alltaf velkomið að gista í Hverafoldinni, nú eða koma í boð þangað :)

Ég skal bæði hjálpa þér að flytja og mála og flytja aftur :)

Janus jóli

eddakamilla sagði...

Til hamingju háttvirðulegi íbúðareigandi ;)
Þú er alltaf velkomin í Kristnibrautina og ég er alvanur dráttarklár þegar kemur að flutningum svo ekki hika við að hóa þegar kemur að flutningunum.

Gugga sagði...

Dittó!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með höllina - hlakka til að sjá þetta hjá þér

Margrét Harpa

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Inga mín! Bæði með íbúðina og að vera orðin fullorðin;)
Bríet.

Gugga sagði...

Heyrðu já. Ingveldur segist vera orðin fullorðin. Þá er síðasta vígið fallið...það er á hreinu. Bráðum förum við að kalla okkur konur!!!! Við erum kannski bara að fara í kvennaferð til Glasgow en ekki pæjuferð?.....jidúddamía!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýju íbúðina Inga mín. Ég get hjálpað við fluttninga í febrúar. Er á leið til Köben annan í jólum og kem heim 2. jan.
Gugga, við erum að fara í pæjuferð það er alveg á hreinu frá mínum bæjardyrum séð :)

Gleðileg jól Sveinsínur

Kristín Birna

Gugga sagði...

Hjúkk! Fékk smá kvíðakast þarna.