07 nóvember 2006

Í fréttum er þetta helst.....

  • Dóttir Margrétar Hörpu og Ómars hefur fengið það fallega og íslenska nafn Kolfinna Sjöfn.
  • Bríet og Steinn voru um liðna helgi í brúðkaupsferð á Spáni....úlalala
  • Heyrst hefur að Helga Flosa beri þriðja barn þeirra hjóna undir belti, það eru miklar gleðifregnir þegar svona gott fólk fjölgar sér mikið og hratt.
  • Ég er að fara til Prag á fimmtudaginn og kem heim mánudaginn 13. nóv. Þar mun ég heimsækja Hugrúnu syst og m.a fara að sjá mozartóperu í sama óperuhúsi og hún var heimsfrumsýnd í á sínum tíma þ.e sautjánhundruðogsúrkál.
  • Það líður að því að ég verð ekki 28 ára lengur
  • Ég þarf að fara út af stúdentagörðunum fyrir janúar og er núna í íbúðarleit.
  • Ritgerðarvinnan gengur hægt og ég er farin að viðurkenna fyrir sjálfri mér að kannski mun ég aldrei útskrifast með MA, ekki nema ég verði atvinnulaus og þurfi að hafa eitthvað fyrir stafni.
  • Ég var kosin Smali ársins á Fjallmannakvöldi á Hestakránni seinasta föstudag. Ég lá þá upp í rúmi með gubbupest svo Stebbi bró tók við verðlaununum fyrir mig og sagði brandara í leiðinni. Verðlaunin eru mér mikill heiður og staðfesta það enn og aftur að í mér býr hið sanna jaxleðli sem þarf til að lifa fjallferð af.
  • Reykvískir karlmenn virðast samt ekki laðast að þessum jaxli í mér því ástarmálin eru á sama stað og vanalega, fábrotin.

Ekki er fleira í fréttum

Kv. Ingveldur

5 ummæli:

Tilvera okkar.... sagði...

Þú ert yndisleg Ingveldur :) kannski þú finnir draumaprinsinn í Prag :)
Góða skemmtun!!

Gugga sagði...

Góða skemmtun í Prag, til hamingju með titilinn og hafðu það gott síðustu daga 28. ársins.

Nafnlaus sagði...

Ég vona að Inga finni EKKI þann eina rétta í Prag. Það yrði slæmt að missa slíka skvísu úr landi. Góða skemmtun engu að síður.

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun í Prag! Þú munt væntanlega hitta foreldra mína um borð í vélinni því þau eru að fara 9-13/11 til Prag - ekki flóafriður fyrir þessum flóamönnum. Kveðja, Margrét Harpa

Tilvera okkar.... sagði...

...nei, nei, nei! Það máttu auðvitað ekki Inga. Þú finnur hann í prag, pakkar honum í tösku og kemur með hann til Íslands.