01 október 2006

Mennsínur

Einhvern tíma fyrir nokkrum mánuðum síðan stofnuðum við klúbb innan Sveinsínu sem við gáfum nafnið Mennsínur. Klúbburinn hefur það að markmiði að ýta undir heimsóknir okkar á hina ýmsu menningarviðburði. Satt að segja hefur klúbburinn ekki staðið undir væntingum, því fyrir utan eina ferð á Bubba (ef hann er menning) hafa ekki fleiri viðburðir verið heimsóttir.

En nú er lag! og um að gera að gerast menningarlegar áður en við gerumst "ómenningarlegar" í Glasgow....ehehehehee!!

Mig langar þess vegna að kanna áhuga ykkar á að sameinast í leikhúsferð á næstu vikum. Leikritið sem mig langar helst að sjá er gamanleikurinn Viltu finna miljón sem sýndur er í Borgarleikhúsinu. Gamanleikur þessi fær góða dóma og af mínum fáu leikhúsreynslum veit ég að það að fara á gamanleik í leikhúsi er mjög skemmtilegt. Ég er samt algerlega opin fyrir öðrum leikritum, þetta er bara tillaga!

Ég var líka að hugsa um hvort við ættum ekki að gerast sérstaklega menningarlegar og hafa þessa vonandi leikhúskvöldstund með mökum....því einhverjir svoleiðis fylgja okkur víst og alveg komin tími til að þeir fari að kynnast líka! Eða hvað finnst ykkur?

Mig langar að vita hverjum langar í leikhús og hvaða dagsetning myndi henta flestum? Miðinn kostar 2900 krónur.

Með von um góð viðbrögð!

Janus menningarlegi!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er til....dagsetning?? Kemst ekki 20. október en annað ok. Veit ekki með minn maka, alltaf dálítið maus að koma 2 prinsessum í pössun um kvöld (þyrfti að fara finna mér einhverja barnapíu aðra en skyldmenni). Segjum það....

Gugga sagði...

Alveg sama. Ég væri jafnvel til í að fara í nóvember, svona lilta fyrir jól skemmtun. Ég get örugglega tekið Sigga með :)

Nafnlaus sagði...

Mér líst líka vel á nóvember. Verð að vinna eins og vitleysingur út þennan mánuð og þá er maður ekkert rosalega ferskur um helgar.

Nafnlaus sagði...

Sammála með nóvember, það er einhvernveginn svo lítið um að vera þá annað en jólabið...svona allavega þegar maður er ekki í skóla...

Tilvera okkar.... sagði...

Halló Inga, Alla, Edda, Gurrý, Helga, Kristín, Bríet, Margrét???

Leikhús?

Tilvera okkar.... sagði...

...og já við stefnum að þessu í um miðjan nóvember :) Hlakka til að leikhúsast með ykkur :)

Gugga sagði...

Ætlum við bara fjórar?