18 september 2006

Áfram Scarlett

Þetta hefur Scarlett Johansson að segja um grindhoraðar:

Johansson segir kynþokkann ekki felast í því að vera horaður

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson gagnrýnir Hollywood fyrir að þvinga leikkonur til þess að grenna sig. Johansson segir kvikmynda- og tískuheiminn ýta undir átröskun hjá konum og slíkt sé ekki aðeins hættulegt heldur einnig laust við kynþokka. Kynþokkinn felist ekki í því að vera grindhoraður.

Johansson hefur ekki látið undan slíkum þrýstingi og leyft sínum línum að haldast sveigðum og kvenlegum. „Ég reyni að halda mér í formi og borða hollan mat, ég er ekki spennt fyrir því að svelta mig til að verða óeðlilega mjó," segir Johansson. „Mér finnst það ekki fara konum vel og ég vil ekki tilheyra þeirri tísku. Það er heilsuspillandi og þrýstir of mikið á konur almennt. Þær eru fengnar til að trúa því að þetta sé eftirsóknarvert útlit, en það er það ekki."

„Ég held að Bandaríkjamenn séu komnir með megrun á heilann í stað þess að einbeita sér að því að borða hollan mat, hreyfa sig og lifa heilsusamlegu lífi," segir Johansson. „Maður þarf ekki að vera horaður til að vera kynþokkafullur," segir leikkonan fagra að lokum. Ananova segir frá þessu. Tekið af mbl.is

þetta líka í morgun. Grunaði ekki að Kiera Knigthley gæti grennst en jú...það getur hún.

Engin ummæli: