16 ágúst 2006

Rauðhærðar konur stunda mest kynlíf

Samkvæmt nýrri rannsókn þýska kynlífsfræðingsins Dr Werner Habermehl, stunda rauðhærðar þýskar konur oftar kynlíf heldur en stallsystur þeirra með annan háralit. Habermehl kynnti sér kynlíf hundruð þýskra kvenna í rannsókninni. Samkvæmt Habermehl eiga rauðhærðar konur fleiri rekkjunauta og stunda oftar kynlíf heldur en ljóshærðar og dökkhærðar konur.

Segir Hambermehl að konur sem lita hár sitt rautt gefi skýr skilaboð um að þær eru í leit að nýjum rekkjunaut. Ananova greinir frá niðurstöðum Habermehl á vef sínum.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hafi þið ekki oft séð þjóðverskar dömur með hrikalega, gervilega litað eldrautt hár???? Gugga er greinilega búin að finna ástæðuna fyrir því.

Tilvera okkar.... sagði...

Hahahahahahahaha!!!!

Nafnlaus sagði...

Ekki veit ég hvort þetta á við íslenskan rauðhærðar konur, hef a.m.k ekki orðið vör við að hárlitur minn afli mér rekkjunauta.

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að ákveða að trúa þessu með rauða hárið. Pantaði mér tíma í klippingu og litun áðan. Næst þegar þið sjáið mig þá verð ég með eldrautt hár. Grrr

Gugga sagði...

Það var lagið Halla. Þessir þýsku spekúlantar vita hvað þeir syngja.