03 ágúst 2006

Fjölgar í Sveinsínu

Seint koma sumar fréttir en koma þó.

Aðfaranótt föstudagsins 21.júlí eignuðust Margrét Harpa og Ómar litla rauðhærða stelpu. Hún var 46 cm og 1985 grömm en hún fæddist um mánuði fyrir tímann. Margrét fékk meðgöngueitrun og barnið var tekið með keisara. Allt gengur vel hjá litlu fjölskyldunni og stúlkan blómstrar að sögn foreldranna. Þau fara líklega heim í næstu viku.

5 ummæli:

Sveinsína sagði...

Góðar og skemmtilegar fréttir og við hæfi að blaðamaðurinn góði færi okkur þær!

Gugga sagði...

Já frábærar fréttir og gott að vita að allt gengur vel hjá þeim.

Nafnlaus sagði...

Sælar stúlkur, okkur mæðgum heilsast voða vel - erum í stöðugum brjóstatottsæfingum því við förum ekki heim fyrr en Strumpulínan er búin að læra að drekka af brjósti. Ef ykkur langar að sjá myndir af henni þá eru tvær á www.hafdishelga.blogspot.com Góða skemmtun um verslunarmannahelgina.
Harpa Skarpa og litla skvís

eddakamilla sagði...

Til hamingju með dótturina Margrét, hún er alveg gullfalleg. Gott að vita að allt gangi vel;)

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með litlu prinsessuna.