...Sveinsínur hafa verið rólegar að undanförnu, kannski er um að kenna lægðinni sem liggur yfir landinu.
Ég sjálf var fyrir austan í fjóra daga í seinustu viku, þar með talin helgin, og gerði fátt annað en að mjólka og tala um kosningar við fjölskyldumeðlimi. Reyndar fór ég á skemmtun í Félagslundi, tónleika með Hundi í óskilum í Þingborg og tónleika með Mugison á sunnudagskvöldinu í Rvk, auk þess að kjósa og horfa á kosningasjónvarp.
Það sem af er þessari viku hef ég unnið, farið á prjónanámskeið og passað.
Nú blasir enn ein langa helgin við og er ég því að velta því fyrir mér hvort við Sveinsínur eigum að gera eitthvað saman. Mér datt í hug að við gætum borðað saman á föstudags- eða laugardagskvöldið. Þá bara farið á eitthvað ágætt kaffihús eða ódýran veitingastað (ekki skyndibitastað) og fengið okkur í svanginn og bjór/vatn/gos ásamt því að kjafta.
Hvað segið þið??
8 ummæli:
Hljómar mjög vel. Ég væri til í eitthvað gott í gogginn á föstudaginn. Við gætum jafnvel pantað borð á Vegamótum, þar er ódýr matur og góður ásamt fyrirtaksumhverfi til að kjafta :)
sammála...vegamót..en er hægt að panta borð??
Já það er ekkert mál.
Ég kemst ekki, erum að ferma á sunnudaginn og allt á fullu!
Ég kemur með, þarf að fagna fyrsta áfanga í sumarfríi!!
ok þá erum við orðnar þrjár...En þú Edda ertu memm?? Eigum við að hittast um kl.20:00?
Nei því miður, allt brjál að gera. Góða skemmtun ;)
Kl.20 hljómar vel. Sjáumst þá :)
Skrifa ummæli