02 júní 2006

Loksins ;)

Eftir langa bið og litla þolinmæði þá er ég loksins búin að fá hólf fyrir hestana mín upp í Skammadal. Þetta er sannkallaður draumadalur og í þokkabót úr alfaraleið. Næstu nágrannar eru gamla fólkið úr Mosó sem enn hefur heilsu til að stunda kartöflurækt í nærliggjandi görðum. Grípi sveitaþráin ykkur þá tekur Blesi á móti brauði upp í Skammadal (á milli Mosfellsbæjar og Mosfellsdals) frá júnílokum.

2 ummæli:

Gugga sagði...

Frábært. Til hamingju með það.

eddakamilla sagði...

Takk