Jæja nú erum við Kristjana að fara á Bubbatónleikana á þriðjudaginn næsta og það vill svo til að ég á einn auka miða á tónleikana sem ég vil endilega losna við.
Vill einhver ykkar koma með okkur á tónleikana eða vitið þið um einhvern sem ekki fékk miða og langar alveg óskaplega.
Miðinn kostaði 4.900 krónur.
Viljið þið kanna málið fyrir mig svo ég losni við miðann?
2 ummæli:
Ætlar Edda ekki að fara líka?
Jú auðvitað....maður er bara farinn að kalka á gamals aldri
Skrifa ummæli