Já enn einn undirliður hins frábæra klúbbs er Sveinsína heitir hefur verið stofnaður. Mennsínur vísar ekki í karlkynið heldur í menningu. Fyrirhugað er að í Mennsínu verði lögð áhersla á menningarviðburði og skemmtanir sem Sveinsínur hafa áhuga á að sækja. Fyrsti liður á dagskrá eru stórafmælistónleikar Bubba í Höllinni 06.06.06. Þrátt fyrir að sumum Sveinsínum þyki ekki mikið menningarlegt að hlusta á Bubba eru nokkrar Sveinsínur þess fullvissar að um stórskemmtilegan atburð sé að ræða.
Nú er stuttur fyrirvari þar sem miðasala hófst á laugardaginn og búist er við að uppselt verði á tónleikana í dag eða á morgun. Sveinsínur sem áhuga hafa verða því að hafa hraðann á og skella sér í einhverja verslun Og Vodafone og leggja út fyrir einum miða.
Vonandi sjá sem flestar Sveinsínur sér fært að vera viðstaddar.
5 ummæli:
Edda, Jana og Gugga keyptu miða. Eru fleiri sem ætla?
Ein spurning. Hver er brandarinn með sokkinn í hurðarfalsinu?
Hmmm....þegar einhver nær dauða en lífi lá hinum megin við hurðina og þoldi ekki að hún skyldi blaka í hurðarfalsinum :) Blikk, blikk!! Mér segir svo hugur að þú munir ekki eftir þessum brandara :)
Ég hefði verið meira en til í að fara á Bubbatónleikana. Ég er hins vegar að koma frá Svíþjóð þetta kvöld og get víst ekki verið á tveimur stöðum í einu. Verð bara með ykkur í anda í staðinn.
Haha.........alveg rétt.....óþolandi þegar hurðirnar láta svona..svo er líka eins og einhver sé fastur í hurðinni.
Góða ferð Halla. Sjáumst bara næst :)
Skrifa ummæli