Þar sem félagslíf innan Sveinsínu er að taka all verulegan kipp og útivistahópur hefur myndast innan Sveinsínu sem ég kýs að kalla Sveittsínur, er komin í gagnið vegleg myndasíða sem aðgengileg er hér til hliðar. Öllum Sveinsínum er frjálst að setja myndir inn á myndasíðuna.
Þrjár Sveinsínur, Edda, Jana og Gugga, tóku sig til í gær sumardaginn fyrsta og gengu á Keili. Gangan sóttist vel til að byrja með en brátt kom í ljós að sumir voru í verra formi en aðrir. Allt hafðist þetta nú á endanum og útsýnið á toppinum var stórkostlegt. Gugga setti met í að detta á rassinn á niðurleiðinni eða alls 5 sinnum en bossinn virðist ekki hafa hlotið neinn skaða af.....enda ofsalega mjúkur. Öll eymsl og þreyta liðu svo úr göngugörpunum í Bláa lóninu þar sem þær svömluðu um með leirmaska í andlitinu að glápa á karlmenn og kjafta út í eitt. Löngum degi lauk svo með góðum mat á Duus í Keflavík og þar sem við vorum í nágrenninu kíktum við á nýskýrðan Halldór Örn Guðríðar- og Jóhannsson sem fannst ofsalega gaman að láta nokkrar piparsveinkur knúsa sig og kyssa.
Að lokum er vert að minnast á fyrirhugaða bíóferð í kvöld föstudag. Þar sem ein af okkur hefur opinberlega verið sökuð um kvennrembu ætlum við að halda upp á það með því að slefa yfir Matthew McConaughey. Myndin er sýnd í Laugarásbíói klukkan 20.
4 ummæli:
Ha?Ha? Hvaða myndir? Gerðirðu bara síðuna en settir engar myndir inn?
Skemmtið ykkur í bíó án mín, ég reyni að skemmta mér í Manchester án ykkar :o)
Já myndirnar verða að koma síðar.
Góða skemmtun í Manchester, bið að heilsa fótboltamönnunum....ef þú skyldir rekast á einhverja.
Hæ hæ og takk fyrir frábæran dag í gær, gott ef ég hef ekki fengið eina harðsperru í gær, þarna eftir að ég flaug snilldarlega á afturendann í upphafi niðurgöngu :) Ég á fullt af myndum til að setja á myndasíðuna, en þarf maður ekki eitthvað lykilorð til að komast þangað inn???
Við sjáumst í kveld..ef ég verð ekki lögð inn vegna hjartakvilla ;(
Ó, elskan. MAnchester á heimaleik og svo er einn leikur í semífænalnum í bikarnum líka ... svo það verður nóg af fóboddamönnum!
Skrifa ummæli