18 apríl 2006

Keilir, Lónið, Keflavík!!!

Við höfum um það rætt og varla annað hægt en að fara að standa við stóru orðin.

Við leggjum af stað á einhverjum frídegi upp úr hádegi. Við sameinumst í bíl eða bíla. Fyrst er ferðinni heitið að hinu undurfallega og auðvelda hól sem ber nafnið Keilir. Keilir er 378 metra hátt, leiðin er dálítið löng en auðveld og á toppi blasir við útsýni yfir Reykjanesið og höfuðborgarsvæðið...á fallegum degi hef ég meira að segja séð glitta í Snæfellsnesið. Nú þar sem við erum nú bara að koma undan vetri er ekki ætlast til að hlaupið sé upp hólinn eins og ekkert sé. Farið verður rólega yfir og veður tekið á hverjum tíu metrum. Ef einhver treystir sér alls ekki á Keili getur hann komið bara beint í Lónið.

Nú eftir að hafa skoðað umhverfið við Keili og fullvissað sig um að Geirfinnur liggi ekki þarna í þessu ægilega brunna hrauni er ferðinni heitið í Bláa lónið. Ef allt gengur vel ættum við að vera komin þangað um klukkan 15:00. Þá tekur við svaml í lóninu, strákarnir skoðaðir því einhverja hluta vegna er alltaf svo mikið af þeim þarna :)

Þegar upp úr Lóninu er komið er allt opið, þó myndi ég mæla með því að færum til Keflavíkur enda ekki nema nokkra kílómetra frá því þorpi þegar styst er. Í Keflavík er lítill fallegur veitingastaður sem heitir Duus og þar er hægt að fá alveg brilliant kjúklingasalat fyrir góðan pening.

Eftir það er vert að bruna í bæinn og slaka á eða gera eitthvað skemmtilegt!!

Anyways...kostnaður:
Bíll - deila bensínkostnaði með þeim sem keyrir.
Bláa lónið - 1400 krónur (geðveikt dýrt) en alltaf upplifun.
Duus ef vill - 1500 með gosi.

Nú spyr ég ykkur kæru Sínur....hvernig lýst ykkur á þetta skipulag?

Og annað...erum við allar í fríi á Sumardaginn fyrsta...sem sagt á fimmtudaginn? og hverjir væru til í að skreppa þann dag???

3 ummæli:

Sveinsína sagði...

Ég er í fríi en er að fara til útlanda daginn eftir svo það er MJÖG freistandi að eyða deginum í orkusöfnum ... en ég skal glöð koma með ukkur út að snæða :o)

Gugga sagði...

Ég, Jana, Inga og Edda erum lausar. Halla kemst ekki. Gugga fer á bíl. Sameinumst í bíl :) Sjáumst á morgun.

Alla kemur þú ekki í Bláa Lónið??

Sveinsína sagði...

Ég er ekki hrifin af heitu vatni, ég er til í að standa á bakkanum ef það er í boði. Held samt að það sé ekkert gaman :/