Eins og við vitum eru flestar Sveinsínur í því sjálfsskipaða hlutverki að kalla sig piparjúnkur. Ég hef velt því mikið fyrir mér hvers vegna þessi annars föngulegi hópur fallegra kvennmanna skuli vera þessum eiginleikum skrýddur þ.e. að anga af pipar.
Nú stúdentagarðamærin ritar á snilldarlegan hátt texta í eitt virtasta dagblað landsins. Hestakonan á Suðurlandinu bætir íslenska mælskulist á snilldarlegan hátt og semur nýja frasa sem eiga án vafa eftir að ná fótfestu í okkar annars yndislega tungumáli t.d. að éta trýni!! Kennarinn í Grafarvoginum semur íslenskuefni sem nýtist til að kenna ólæsum þegnum landsins þá list að lesa. Kennarinn í Kópavoginum nýtir sér texta og ljóð gömlu snillinga til að tjá sig og grefur upp slíka fjarsjóði í bundnu máli að hver maður er heppinn að fá innsýn í það. Námsmærin í Grafarholtinu passar svo upp á að við gleymum ekki hvernig á að tala, ekki gleyma að láta lokhljóðin heyrast almennilega, hið sunnlenska linmæli nær því aldrei alveg tökum á okkur.
En hvers vegna þessi undarlega upptalning? Jú með þessu var ég að leiða ykkur/okkur fyrir sjónir að við allar einhleypu Sveinsínur erum skapandi eða eins og sumir myndu segja listamenn. Þó þarna hafi aðeins verið fundin sameiginlegur áhugi á íslensku máli væri hægt að finna mörg önnur dæmi og nægir að nefna eldamennsku, tónlist og fleira í því samhengi.
Já, en hvers vegna? Jú ég rakst nefnilega á rannsókn sem svarar spurningunni um pipargenið okkar svo ekki verður um villst. Það er nefnilega þannig að skapandi fólk lifir fjölbreyttara kynlífi og á fleiri bólfélaga...og eins og við vonandi vitum getum við ekki átt marga bólfélaga ef við erum í föstu sambandi. Það eru sem sagt sterk tengsl á milli þess að vera "listamaður" og vera einhleypur. Skapandi fólk er líka oft talið meira aðlaðandi, býr yfir meiri persónutöfrum og hrífur fólk með sér!!
Ég mun því á næstu dögum skipta um frasa. Í stað þess að nota "betra er autt ból en illa skipað" ætla ég mér að nota "ég er skapandi". Það setur spurningarmerki á andlit þess sem spyr, en mér nokk sama því ég er skapandi og þeir sem eru skapandi velta sér ekki mikið upp úr áliti annarra.
Hahaha....þetta var náttúrulega allt til gamans skrifað og vona ég að þið getið hlegið af þessu eins og ég.
Annars óska ég þess að þið mínar kæru skapandi vinkonur eigið Gleðilega páska eða eins sumir segja Gleðikona í háska.
Love you all!!!!
Janus
1 ummæli:
hahhahahahahha :) góður pistill og góð útskýring á piparnum.
Skrifa ummæli