03 apríl 2006

Boð og gönguferð hjá Eddu Kamillu

Sælar stúlkur.
Hvernig hljómar göngutúr á Úlfarsfell? Sunnudaginn 9 apríl er ykkur boðið að
kíkja til mín í Kristnibraut 91 íb. 404.
Í boði er gönguferð á Úlfarsfell, vöfflur ofl. góðgæti. Ef veðurguðirnir verða
okkur ekki hliðhollir þá er bæði vatns- og vindhelt í íbúð 404 (og hægt að taka
bara stigann!). Endilega látið vita hvort þið komist og hvaða tími hentar ykkur
best.
Sjáumst ; )
Edda Kamilla.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér er sama hvaða tími, en svona um kl. 14:00 hentar best, þar sem að dagurinn nýtist þá vel.

Nafnlaus sagði...

Hæ, ég kemst ekki því ég er að fara í sumarbústað um helgina.
Góða skemmtun:)
Bríet.