Sveinsína er hávaxin, þéttvaxin, lávaxin, grannvaxin, með dökkt, rautt, ljóst, sítt, stutt hár og blá, grá, brún, græn augu. Hún er alvarleg, einföld, dul, saklaus, gáfuð, lífsreynd, uppátektarsöm, skörp, róleg, fjörug, opin. Hún er kona, systir, móðir, stelpa, eiginkona, dóttir, vinkona, frænka, kærasta, hún sjálf.
03 mars 2006
Leiðinlegasta mynd á jarðríki
Það er satt. Ég hef séð leiðinlegustu mynd í heimi. Þrátt fyrir að ég sé mjög þakklát fyrir boðið þá er myndin The New World langdregnasta, hægasta og leiðinlegasta mynd sem ég hef held ég á ævi minni séð. Nánast allur textinn í myndinni, sem var nú ekki mikill í rúmlega tveggja tíma langloku, var eins og úr einhverju nútímaljóði. Dæmi: ,,Hann, ég, hver er ég? Hvers vegna finn ég ekki það sem ég á að finna, verð!" Langar þagnir og einkennilegar handahreyfingar. Tónlistin á áköfu köflunum var eins og þegar sinfóníuhljómsveit er að stilla hljóðfærin sín fyrir tónleika. Síðasta mínútan í myndinni var svo algjör kvöl og pína. Síðasta mínútan var s.s. kyrrskot upp eftir háu tré sem bærðist í golunni og það eina sem hægt var að hugsa um á meðan því stóð var ,,plíííííís vertu búin!". Sumum finnst hún eflaust mjög góð, einmitt vegna þess hve hún er hæg, textinn er sundurleitur og myndatakan listræn, en gvöð minn góður öllu má nú ofgera.
2 ummæli:
...ekki má gleyma hinum duldna húmor...hrot.
Lof jú svítí!!!
Hvaða mynd er þetta, sé hana ekki í bíóauglýsingunum?
Skrifa ummæli