Sveinsína er hávaxin, þéttvaxin, lávaxin, grannvaxin, með dökkt, rautt, ljóst, sítt, stutt hár og blá, grá, brún, græn augu. Hún er alvarleg, einföld, dul, saklaus, gáfuð, lífsreynd, uppátektarsöm, skörp, róleg, fjörug, opin. Hún er kona, systir, móðir, stelpa, eiginkona, dóttir, vinkona, frænka, kærasta, hún sjálf.
02 desember 2005
Á barmi taugaáfalls!
Það er eitthvað mikið að taugakerfinu í mér þessa daganna. Yfirleitt þoli ég ekki........nei ekki yfirleitt...........ég þoli ekki væmni. Ég eyði alltaf væmnum tölvupóstum án þess að lesa þá og sem betur fer er ekki hægt að senda væmnar sms-myndir í símann minn því hann getur ekki tekið á móti þeim.........fyrir það er ég þakklát. En núna undanfarna daga er ég eiginlega sí-vælandi........bara í dag er ég búin að væla eða næstum því væla í þrjú skipti. Fyrsta skiptið var núna rétt eftir hádegi þegar ég var í bílnum á leiðinni í annað prófið á tveimur dögum. Þá heyrði ég eitt af mínum uppáhalds jólalögum í æðislegum flutningi KK og Ellenar. Ég rembdist við að syngja með en gat það varla ég var með svo stóran kökk í hálsinum. Annað skiptið var núna áðan. Þar sem Sigurður er í vísindaferð ákvað ég að leigja Monster in Law. Og viti menn.....ég fór hreint út sagt að væla.....bara tárin láku og allt saman. Svo nú rétt áðan var ég að surfa bloggsíður og fann alveg geðveikt væmna sögu á síðunni hennar Gurrýar og fékk smá kökk í hálsinn. Ég varð svo gáttuð á þessum viðbrögðum mínum að ég bara varð að koma því frá mér. Ég vona að þetta sé bara sambland af prófastressi, óreglulegum svefni og leiða af því ég hef ekki tíma til að hugsa um jólin fyrr en 17. desember.........og ég sem er svo mikið jólabarn. Ég er harðákveðin í að snúa þessari þróun við og hreint út sagt neita að breytast í einhverja væluskjóðu.
4 ummæli:
Hmm....ertu kannski bara "ó"frísk?
Önsumisseggi!
Þetta kemur stundum fyrir, sérstaklega á svona tímabilum. Ég fæ stundum svona tilfinningu daginn áður en "Rósa frænka kemur í heimsókn." ;) Sama hvaða sjónvapsefni ég horfi á þá verð ég alltaf ægilega klökk.
Jááááá.........bætum því við líka.....Rósa var í heimsókn :)
Skrifa ummæli