12 desember 2005

Bíó, Bíó, Bíó, Bíó, Bíó, Bíó, Bíó, Bíó, Bíó!!!!

Það er bíó annað kvöld klukkan átta í Smárabíó. Það er ekki oft sem ég get sagt þetta en...ég ætla að bjóða ykkur þ.e. Gugga, Alla og Inga og svo Janus. Sigrún frænka mín ætlar svo að nýta miða númer fimm. Ég Sigrún ætlum að hittast í Smáralind rúmlega sex og fá okkur að borða á Fridays. Ef þið viljið vera memm er pláss við hliðina á mér.

Hlakka til að sjá ykkur.

ps. Þetta er myndin sem við erum að fara á:
The family Stone: Stone fjölskyldan, eins og flestar fjölskyldur, hefur það fyrir hefð að koma saman á jólunum! Allt virðist ætla að ganga löðurmannslega fyrir sig þar til að uppáhaldssonurinn ákveður að taka kærustuna sína með sér heim um jólin. Kærastan þykir mjög leiðinleg og er ekki vinsæl innan fjölskyldunnar og ekki einfaldast málið þegar í ljós kemur að bónorð er í farvatninu!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hitti ykkur bara kl 20 fyrir utan bíóið. Fór á Fidays á sunnudagskvöldið með systur minni og maturinn þar er viðbjóður að mínu mati, var að gefa þessum stað minn annan séns og nú mun ég aldrei aftur fara þangað.
Hlakka samt til að fara í bíó og hitta ykkur:)