og svo margt annað. Mætti í vinnuna í fyrsta skipti í fjórar vikur í dag. Það var upplifun útaf fyrir sig. Þarf að leggja mig eftir áreynsluna.
Allt í bloggheimum þessa dagana virðist ganga út á einhvers konar klukk eða að fá fólk til að deila einhverjum staðreyndum um sjálft sig með umheiminum. Vindræðagemsinn talaði um hluti sem hann fílar ekki. Kuldaboli talaði um hluti sem hann fílar. Ég fíla ekki neikvæðni, ekki frekar en systir mín.
Ég fíla dökkhærða víkinga. Var að ræða þetta við Bola um daginn, með þá tegund karlmanna sem ég laðast að. Hann vildi meina að ég laðist að ítölsku útliti. Að vissu leyti já, nema hvað ítalskir karlmenn eru svo smágerðir upp til hópa. Litla frænka mín átti þá hugmyndina að því að segja dökkhærðir víkingar því þeir verða líka að vera karlmannlegir þessir strákar, herðabreiðir, með frekar stórar hendur og grófa andlitsdrætti (ég vil alltaf karlmenn sem flestar konur vilja bara þegar þær hafa egglos).
Ég fíla víkingana mína með þriggja daga skeggbrodda. Ef þeir vilja vera með meira skegg þá er það í lagi svo lengi sem það er mjög snyrtilegt og vel hirt.
Ég fíla Backstreetboys.
Ég fíla fjölskylduboð. Þá meina ég svona nánasta klanið, ömmu og afa, mömmu og systur hennar og maka og börn og barnabörn. Fjölskyldan mín er nefnilega mjög skemmtileg.
Ég fíla vini mína. Sama hvers kyns þeir eru, hvers kynhneigðar þeir eru og hvers lenskir sem þeir eru.
Farin heim að leggja mig ...
Aðalheiður
How much free photo storage do you get? Store your holiday snaps for FREE with Yahoo! Photos. Get Yahoo! Photos
2 ummæli:
Og ég fíla þig! :*:)
Til hamingju með að vera flogin aftur í vinnuna :)
Skrifa ummæli