15 október 2005

Piparsveinarnir tveir?

Jæja, hér kemur alvöru dilema.....hvað skal við það gjöra?

Það er ekki oft sem tveir biðla til manns á sama tíma og satt að segja veit ég ekki alveg hvað ég á að gera í svona aðstæðum. Vona ég lendi ekki í vandræðalegu atviki þar sem gaurarnir báðir banka upp á, á sama tíma.

Anyways, með þessa góðu stjörnuspá í huga: Líf þitt á eftir að taka stórkostlegum breytingum í þessum mánuði og þú átt eftir að verða fyrir uppljómun sem varpar nýju ljósi á þýðingarmiklum hluta í lífi þínu og kemur öllu á réttan kjöl. Vertu móttækilegur og taktu þeim gjöfum sem himnarnir senda þér.

Piparsveinn A: Sjómaður á frystitogara sem siglir frá Akranesi. Sjómaðurinn lenti í klónum á minns á dögunum á Sálarballi í Kópavogi. Hann er 29 ára, dökkhærður, úfinhærður, hávaxinn n.t. 195, grannur og fínn strákur. Hann á nóga peninga, var að selja íbúðina sína og bjóða í nýja í Bryggjuhverfinu. Já bara fínasti peyi með góðan húmor. Vandamálið er svo vinnan. Á sjó í fjórar vikur heima í eina, á sjó í fjórar vikur og heima í fimm!!!! Hvernig er að eiga svoleiðis kærasta? alla vega svona í byrjun þegar maður vill gera eitthvað á hverju kveldi? Hann sem heitir Jón er alla vega nýfarinn á sjó og verður því ekki til viðræðu fyrr en eftir rúmar 3 vikur. Byrjaði víst á röngum enda með hann og tók íslensku leiðina að honum og stóð hann sig bara eins og hetja.

Piparsveinn B: Hann er kokkur sem fékk nóg á að vinna í því starfi og ákvað að fá sér vinnu á einhverju þungavinnutæki til að safna peningum. Sá er 29 ára, með gat á hausnum sem þýðir að hárið er farið að þynnast og hann kýs að taka það þá bara allt af. Hann er líka hávaxinn, grannur, falleg blá augu, og gleraugu. Hann var líka að selja íbúðina sína fyrir 13,4 miljónir og er að skoða nýjar og stærri í Víkurhverfinu hér í Grafarvogi. Í nánustu framtíð mun hann ætla að fara aftur að kokka. Eins og er vinnur hann tólf daga á einhverju þungavinnutæki fyrir austan. Brunar svo í bæinn og ásækir mig í sex daga og fer svo aftur í tólf daga. Hef enga frekari reynslu af honum, nema að hann er ekki skemmtilegur í síma ;)

Nú spyr ég ykkur kæru Sveinsínur….? Hvað er til ráða? Hverju skal hafna? Og hvers vegna? Og hvers vegna ekki? Hvor þessara snillinga er himnasendingin? Eða kannski hvorugur? og hvernig dettur þeim sem eru einhleypir í hug að vinna svona vinnu?

Nú reynir á………………?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vá ein með valkvíða!!!!:)
Ég veit ekki hvað skal segja, þó þeir vinni báðir svona þá þýðir það ekki að það sé endanlegt og ég sé ekki annað en það sé stór kostur að þeir fara svona reglulega langt í burtu...þá færðu frið frá þeim og getur gert það sem þú vild..þ.e þið verðið ekki límd saman sem er kostur. Mér lýst betur á lýsinguna á A, hann er lengri tíma í burtu og er með hár.

Nafnlaus sagði...

Í hvorum þeirra ertu skotin? Er það ekki málið? Hvor þeirra lætur þig fá fiðrildi í magann? Ef það er hvorugur læturðu þá báða róa og ef þeir gera það báðir þá velur þú þann sem framkallar stærra fiðrildi. Annars finnst mér alltaf ágætt að vera með nokkra í takinu í einu. Never put all your eggs in the same basket!

Nafnlaus sagði...

Noj, noj, noj bara lúxusvandamál í gangi. Mæli með þeim fyrri, kokkar eru stórhættulegir...þeir elda alltof góðan mat...

Gugga sagði...

Já sammála síðasta ræðumanni. Orðavalið...,,ásækir mig í 6 daga" hljómar ekki vel í mínum eyrum. Svo er líka fínt fyrir svona sjálfstæðar konur eins og þig að fá smá frið frá karlinum.... :)