
Já maður er sko orðinn gamall. Ég verð nú að viðurkenna það fyrir sjálfri mér. Í sífellu sé ég nýjar og nýjar hrukkur birtast mér er ég lít í baðherbergisspegilinn. Svo er mjaðmaspikið er komið til að vera og júllurnar farnar að lafa. En þetta er bara svona eins og gengur og gerist og enginn svíkur Elli kellu. Það eina sem er hægt að gera er að lofa sjálfri sér að verða bara elli smelli kella. Nú að sjálfsögðu er hægt að gera eitthvað í málunum. Fá sér hrukkukrem, borða hollan mat og fara í ræktina en eins og ein Sveinsínan sagði um daginn þegar hún lýsti pallatímanum: ,,...svitnaði svakalega og blés eins og feit belja en gömlu kerlingarnar í tímanum voru svaka sprækar og svitnuðu varla." Já ég held að ég smyrji bara á mig hrukkukremi og fari að sofa klukkan 10. Það hlýtur að virka.
1 ummæli:
Mjaðmaspikið er ekkert komið til að vera, þú gætir losnað við það í ræktinni...það er nefnilega þess virði að blása eins og gömul belja...ekkert mjaðmaspik hjá mér eftir nokkra mánuði. (vonandi)
Skrifa ummæli