Um daginn hitti ég skeiðamann sem ég þekki ágætlega. Hann sagðist hafa hitt annan mann (sem mig grunar að sé líka af Skeiðunum) sem spurði hann hvort honum finndist ég ekki svolítið spes.
SPES!!!!
Reyndar er maðurinn sem var spurður sjálfur svolítið spes svo það er ekki furða að honum hafi kannski fundist ég spes. En sá svaraði þeirri spurningu að honum finndist ég jaa nee jaa kannski smá spes.
SMÁ SPES!
Kannski finnst skeiðamönnum ég spes því miða við þá þá er ég ofur eðlileg. En ég tók þessum fréttum fagnandi, því jú enginn vill vera venjulegur. Nú velti ég bara fyrir mér hvernig spes, í augum annarra, ég sé.
1 ummæli:
Ja ég veit ekki. Sveitalúði með kynþokka............það er dáldið spes.
Skrifa ummæli